Sport

Bara einn með meira en 50 landsleiki í enska hópnum

Lítil reynsla er í HM-hópi Englendinga. Aðeins einn leikmaður er með meira en 50 landsleiki á bakinu.

Gary Cahill er reyndastur í HM-hópi Englands. Fréttablaðið/Getty

Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, valdi í dag hópinn sem fer á HM í Rússlandi.

Enski hópurinn er frekar ungur og óreyndur að þessu sinni.

Til marks um það er Gary Cahill reyndastur í enska hópnum með 58 landsleiki.

Jordan Henderson kemur næstur með 38 leiki. Raheem Sterling og Danny Welbeck hafa leikið 37 leiki. Welbeck er markahæstur í enska hópnum með 15 landsliðsmörk.

Tveir nýliðar eru í enska hópnum; Nick Pope, markvörður Burnley, og Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool.

Reyndastir í enska HM-hópnum:
Gary Cahill - 58 landsleikir
Jordan Henderson - 38 landsleikir
Raheem Sterling - 37 landsleikir
Danny Welbeck - 37 landsleikir
Kyle Walker - 34 landsleikir
Ashley Young - 33 landsleikir

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Skytturnar unnu nágrannaslaginn gegn Chelsea

Sport

Í beinni: Þýskaland - Ísland

Handbolti

Frakkar unnu sannfærandi sigur á Spáni

Auglýsing

Nýjast

Gylfi Þór jafnaði markamet Eiðs Smára í dag

Liverpool slapp með skrekkinn gegn Palace

PAOK búið að bjóða í Sverri Inga

Jota með þrennu í dramatískum sigri Úlfanna

Alexander-Arnold fær nýjan samning

Færeyingurinn Jákúp kemur aftur til FH

Auglýsing