Al­þjóð­lega Ólympíu­ráðið (IOC) og skipu­leggj­endur Tokyo 2020 hafa bannað sam­fé­lags­miðla­t­eymum sínum að birta myndir af kepp­endum að krjúpa á hné í mót­mæla­skyni á Ólympíu­leikunum, herma heimildir hjá The Guar­dian.

Skila­boðin bárust í gær­kvöld og var þar sér­stak­lega nefnd fyrstu keppnina í fót­bolta milli Breta, Team GB, og Síle. Mót­mælin gegn ras­isma sáust í beinni í sjón­varpi en engar myndir af þeim voru birtar á sam­fé­lags­miðlum Ólympíu­leikanna.

Lið Banda­ríkjanna, Sví­þjóðar og Nýja Sjá­lands fylgdu í fót­spor Team GB og Síl og krupu á hné fyrir leik.

Ný­lega hefur þó reglu verið af­létt sem bannaði allar pólitískar og trúar­legar at­hafnir á Ólympíu­leikunum og því leyfi­legt að stunda frið­sam­leg mót­mæli en þó ekki á verð­launa­pallinum.

Tommie Smith og John Carlos voru með friðsöm mótmæli á verðlaunapallinum í Mexíkó árið 1968
Fréttablaðið/Getty