Breska hjólreiðasambandið er búið að breyta regluverki sínu til þess að koma í veg fyrir að trans konur geti tekið þátt í keppnum á þeirra vegum sem útilokar Emily Bridges frá þátttöku.

Ákvörðunin er tekin í kjölfarið af því að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagðist mófallinn að leyfa trans konum að keppa í kvennaíþróttum.

Alþjóðahjólreiðasambandið kom í veg fyrir þáttttöku Bridges á breska meistaramótinu þrátt fyrir að Bridges stæðist fyrri kröfur breska hjólreiðasambandsins um magn testósteróns í blóði yfir tólf mánaða tímabil.

Réttindi trans kvenna til þátttöku í keppnum afreksíþróttakvenna hafa verið til umræðu víðsvegar um heiminn undanfarna daga eftir velgengni Liu Thomas í bandarísku háskólasundi.

Bridges bætti unglingamet drengja árið 2019 áður en hún gekkst undir kynjaleiðréttingu sem hófst á síðasta ári. Hún tók þátt í keppnum í karlaflokki fyrr á þessu ári en vonaðist til að taka þátt í kvennaflokki í fyrsta sinn í vor.