Al­þjóða sund­sam­bandið hefur tekið á­kvörðun um að banna trans­fólki að keppa í karla- og kvenna­flokki og hefur um leið stofnað vinnu­hóp sem hefur það að mark­miði að stofna opinn flokk sem trans­fólk mun geta tekið þátt í. Reu­ters greinir frá.

Í sund­heiminum fór mikil um­ræða af stað eftir að Lia Thomas varð fyrsta trans­konan til að vinna lands­meistara­titil í banda­rísku há­skóla­í­þrótta­lífi (e. US National College title) í 500 metra skrið­sundi. Thomas hefur lýst yfir vilja sínum á að taka þátt á Ólympíu­leikunum en nýr úr­skurður Al­þjóða sund­sam­bandsins myndi koma í veg fyrir þátt­töku Thomas á mótinu.

Lord Coe, for­seti Al­þjóða­frjáls­í­þrótta­sam­bandsins, hefur áður sagt að hann óttist að heilindi í­þrótta­lífs kvenna sé í hættu. „Heilindi kvennaíþrótta eru að veði ef við tökum ekki rétta ákvörðun. Framtíð kvennaíþrótta er í hættu. Það er engin leið framhjá því að mæling á magni testósteróns skiptir öllu máli,“ sagði Coe í samtali við Times

Þessi nýja stefna Al­þjóða sund­sam­bandsins var sam­þykkt með rúm­lega 71% at­kvæða eftir að hún var borin undir þau 152 aðildar­sam­bönd sem eru hluti af Al­þjóða sund­sam­bandinu.

„Við verðum að vernda réttindi í­þrótta­manna okkar til að keppa, en við verðum líka að standa vörð um rétt­læti á við­burðum okkar, sér­stak­lega kvenna­flokki á FINA-keppnum,“ sagði for­seti Al­þjóða sund­sam­bandsins, Husain Al-Mu­sallam eftir að til­lagan hafði verið sam­þykkt.