Samkvæmt reglum alþjóðaknattspyrnusambandsins geta knattspyrnusambönd óskað eftir því að leikmenn verði settir í fimm daga bann eftir að landsleikjahléum ljúki til að koma í veg fyrir að félög þeirra haldi leikmönnum þvert á vilja landsliðanna.

Þrír leikmenn Liverpool, tveir leikmaður Manchester City, og leikmenn frá Chelsea, Manchester United og Leeds fengu ekki heimild til að ferðast í verkefni með brasilíska landsliðinu.

Félögin voru ekki tilbúin að hleypa leikmönnunum í landsliðsverkefnið á grundvelli þess að þeir þyrftu að fara í sóttkví við komuna til Englands. Ekki tókst að semja um undanþágu frá reglunum um sóttkví.

Alisson, Fabinho og Roberto Firmino verða því ekki með Liverpool gegn Leeds um helgina sem getur ekki treyst á krafta Raphinha. Um leið verður Manchester City án Ederson og Gabriel Jesus og Thiago Silva og Fred verða fjarverandi hjá sínum liðum.

Félögin íhuga þessa stundina hvert næsta skref verður eftir að hafa ákveðið í sameiningu að hafna beiðni brasilíska knattspyrnusambandsins að fyrrnefndir leikmenn kæmu til móts við brasilíska landsliðið.