Handbolti

Bann Jóhanns Birgis lengt

Aganefnd HSÍ bætti einum leik við bann Jóhanns Birgis Ingvarssonar.

Jóhann Birgir Ingvarsson hefur skorað 34 mörk í Olís-deildinni í vetur. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Jóhann Birgir Ingvarsson, leikmaður FH, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann.

Hann hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs brots í leik FH og Gróttu á sunnudagskvöldið. FH vann leikinn, 20-27.

Á fundi aganefndar HSÍ í fyrradag var Jóhann Birgir úrskurðaður í eins leiks bann. Málinu var að öðru leyti frestað um sólarhring meðan beðið var eftir greinargerð frá FH um málið.

Aganefndin fundaði aftur í gær þar sem farið var yfir greinargerð FH og myndbandsupptöku af atvikinu. Hún bætti einum leik við bann Jóhanns Birgis og hann missir því af næstu tveimur leikjum FH.

„Aganefnd hefur skoðað gögn málsins, þ.m.t. myndbandsupptöku af atvikinu og telur brotið réttilega heimfært af dómurum leiksins sem brot gegn reglu 8.6. Niðurstaða aganefndar er eins leiks bann til viðbótar við það bann sem hann hlaut með úrskurði aganefndar, dags. 5. febrúar 2019, eða alls tveggja leikja bann vegna atviksins. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. reglugerðar HSÍ um agamál,“ segir úrskurði aganefndar HSÍ.

Jóhann Birgir hefur leikið 13 af 14 leikjum FH í Olís-deildinni á tímabilinu og skorað 34 mörk.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Handbolti

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Handbolti

Halldór hættir með FH eftir tímabilið

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Auglýsing