Fótbolti

Bamba kom Cardiff úr fallsæti

Franski miðvörðurinn Sol Bamba var hetja Cardiff City þegar liðið lagði Brighton að velli í fyrsta leik 12. umferðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag.

Callum Paterson skorar hér fyrra mark Cardiff City í leiknum. Fréttablaðið/Getty

Cardiff kom sér úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla með 2-1 sigri sínum gegn Brighton í leik liðanna í 11. umferð deildarinnar. 

Lewis Dunk kom reyndar Brighton yfir strax á sjöttu mínútu leiksins. Callum Paterson jafnaði hins vegar metin eftir tæplega hálftíma leik. 

Staðan varð svo svartari hjá Brighton þegar Dale Stephens var vísað af velli með rauðu spjaldi skömmu síðar.

Það leit allt út fyrir að liðin myndu skiptast á jafnan hlut, en Sol Bamba var ekki á sama máli. Aron Einar Gunnarsson tók langt innkast í uppbótartíma leiksins. Eftir darraðardans féll boltinn fyrir Bamba sem skoraði með hnitmiðuðu skoti og tryggði Cardiff sigurinn.

Aron Einar lék allan leikinn fyrir Cardiff sem hefur átta stig eftir þennan sigur og hífði sig upp í 16. sæti deildarinnar. Brighton er hins vegar í 12. sæti deildarinnar með 14 stig.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Ronaldo sleppur við leikbann fyrir hreðjafagnið

Fótbolti

Suður-Kórea er með frábært lið en við óttumst ekkert

Fótbolti

Pogba dreymir um að spila fyrir Real einn daginn

Auglýsing

Nýjast

Úrslitakeppnin hjá körlunum hefst í kvöld

Vals­konur komnar í topp­sæti deildarinnar

Fylkir semur við eistneskan landsliðsmann

Sky velur Gylfa í úr­vals­lið tíma­bilsins til þessa

Körfu­bolta­lands­liðin á­fram í Errea næstu þrjú árin

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Auglýsing