Enski boltinn

Bamba kom Cardiff úr fallsæti

Franski miðvörðurinn Sol Bamba var hetja Cardiff City þegar liðið lagði Brighton að velli í fyrsta leik 12. umferðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag.

Callum Paterson skorar hér fyrra mark Cardiff City í leiknum. Fréttablaðið/Getty

Cardiff kom sér úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla með 2-1 sigri sínum gegn Brighton í leik liðanna í 11. umferð deildarinnar. 

Lewis Dunk kom reyndar Brighton yfir strax á sjöttu mínútu leiksins. Callum Paterson jafnaði hins vegar metin eftir tæplega hálftíma leik. 

Staðan varð svo svartari hjá Brighton þegar Dale Stephens var vísað af velli með rauðu spjaldi skömmu síðar.

Það leit allt út fyrir að liðin myndu skiptast á jafnan hlut, en Sol Bamba var ekki á sama máli. Aron Einar Gunnarsson tók langt innkast í uppbótartíma leiksins. Eftir darraðardans féll boltinn fyrir Bamba sem skoraði með hnitmiðuðu skoti og tryggði Cardiff sigurinn.

Aron Einar lék allan leikinn fyrir Cardiff sem hefur átta stig eftir þennan sigur og hífði sig upp í 16. sæti deildarinnar. Brighton er hins vegar í 12. sæti deildarinnar með 14 stig.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

VAR tekið upp á Englandi

Enski boltinn

Fellaini lét hárið fjúka

Enski boltinn

Ranieri tekur við Fulham

Auglýsing

Nýjast

Erik á­nægður með frammi­stöðuna gegn Belgum

Aron Einar: „Við getum verið ágætlega stoltir“

Tap fyrir bronsliðinu í Brussel

Kári þarf að fara í aðgerð

Sjö breytingar frá síðasta leik

Alfreð kominn með 300 sigra

Auglýsing