Gareth Bale er ekki í guðatölu hjá stuðningsmönnum spænska stórveldisins Real Madrid þrátt fyrir að hafa spilað vel þar á köflum og skorað mikilvæg mörk í stórum leikjum .

Zinidane Zidane knattspyrnustjóri Real Madrid reyndi mikið til þess að losa sig við velska kantmanninn í sumar en Bale fór hvergi og er enn leikmaður Madrídarliðsins.

Bale og samherjar hans hjá Wales tryggðu sér í gærkvöldi farseðilinn í lokakeppni Evrópumótsins með sigri gegn Ungverjalandi í lokumferð riðlakeppninnar þar sem Bale lagði upp fyrra mark Aaron Ramsay í leiknum.

Eftir leikinn fögnuðu leikmenn Wales sigrinum vitanlega vel og innilega. Þeir sungu meðal annars og dönsuðu með fána þar sem stóð að forgangsröðunin hjá Bale væri á þessa leið: Wales, golf og svo að lokum Real Madrid.

Myndband af þessum fögnuði má sjá hér að neðan: