Enski boltinn

United í við­ræðum við Real um Gareth Bale

Forráðamenn Manchester United eru í viðræðum við Real Madrid um kaup á velska kantmanninum Gareth Bale frá Madrídarborg en hinn 28 árs gamli Bale var ósáttur með takmarkaðan spiltíma á síðasta tímabili.

Bale skoraði eftirminnilega tvívegis í 3-1 sigri Madrídinga á Liverpool í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor. Fréttablaðið/Getty

Forráðamenn Manchester United eru í viðræðum við Real Madrid um kaup á velska kantmanninum Gareth Bale frá Madrídarborg en hinn 28 árs gamli Bale var ósáttur með takmarkaðan spiltíma á síðasta tímabili.

Bale var á sínum tíma einn af dýrustu knattspyrnumönnum heims þegar Madrídingar keyptu hann frá Tottenham en hann hefur unnið sex titla hjá félaginu, þar á meðal Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum.

Staðarblaðið í Manchester, Manchester Evening News, segir að viðræður félaganna gangi vel en það sé á endanum undir leikmanninum komið hvort að hann snúi aftur til Englands.

Hafa Jose Mourinho og Ed Woodward fylgst vandlega með stöðu Bale undanfarið ár.

Julen Lopetegui sem tók við liði Real Madrid af Zinedine Zidane á dögunum gæti enn sannfært Bale um að taka annað tímabil í höfuðborg Spánar.

Þrátt fyrir að þurfa mikið að sætta sig við bekkjarsetu skoraði Bale 21 mark í 39 leikjum á síðasta tímabili.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Fundarhöld um framtíð Sarri

Enski boltinn

Kane snýr aftur um helgina

Enski boltinn

Man.Utd sækir Úlfana heim

Auglýsing

Nýjast

Kristján Flóki fer ekki til Póllands

Martin: Hlynur er eins og jarðýta

„Okkar að stíga upp þegar þessir tveir meistarar hætta“

Ragnarök í Víkinni á laugardaginn

Guðmundur gerði gott mót á Spáni

Mörkin úr sigri Íslands gegn Írlandi - myndskeið

Auglýsing