Millivegalengdahlauparinn Baldvin Þór Magnússon varð í gærkvöldi svæðismeistari MAC (Mid-American Conference) í 5000 metra hlaupi í Oxford, Ohio.

Baldvin Þór kom í mark á tímanum 14:09,50 sem er tæpum 24 sekúndum frá Íslandsmeti hans.

Hann hóf keppnina á 1500 metra hlaupi þar sem hann hafnað í fjórða sæti á tímanum 3:44,95 sekúndum en Íslandsmet hans í greininni er 3:40,74.

Þessi frammistaða Baldurs Más skilaði samtals fjórtán stigum fyrir Eastern Michigan háskólann og hafnaði karlalið skólans í þriðja sæti á mótinu.