Millivegalengdahlauprinn Baldvin Þór Magnússon varð um helgina svæðismeistari MAC (Mid-American Conference) í átta kílómetra víðavangshlaupi en hlaupið var í Ypsilanti, Michigan.

Baldvin Þór kom í mark á 24:05,7 mínútum og er þetta hans fyrsti svæðismeistaratitill í þessari grein. Það eru fjögur ár síðan að Eastern Michigan háskólinn átti svæðismeistara í víðavangshlaupi og þá var það Hlynur Andrésson sem sigraði.

„Ég vissi að þetta myndi vera á milli mín og nokkra aðra fyrir sigurinn. Hlaupið gekk mjög vel, mér leið bara vel og það var geðveik stemning af því að þetta var á heimavelli," segir Baldvin Þór í samtali við fri.is um hlaupið.

Næst á dagskrá hjá Baldvini Þór er Regionals eftir tvær vikur. Hér að neðan má sjá myndskeið af hlaupi Baldvins Þórs.