Baldvin Þór Magnússon hefur slegið 39 ára gamalt Íslandsmet Jóns Diðrikssonar í 1500 metra hlaupi utanhúss.

Baldvin Þór kom í mark á 3:40,74 en gamla metið var 3:41,65.

Þetta er einnig aldursflokkamet í 20-22 ára flokki og lágmark á EM U23.

Þessi 22 ára gamli hluapari er einnig kominn með lágmark í 5000 metra hlaupi.

Fyrr á árinu sló Baldvin Þór Íslandsmet í 3000 metra hlaupi innanhúss.