Millivegalengdahlauparinn Baldvin Þór Magnússon bætti Íslandsmetið í 5.000 metra hlaupi utanhúss þegar hann hljóp á Raleigh Relays-háskólamótinu í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í gær.
Baldvin Þór, sem hleypur fyrir Eastern Michigan-háskólann kom í mark á tímanum 13:45,66 mínútum. Þar með bætti hann met Hlyns Andréssonar, sem er um það bil tveggja ára gamalt um rúmar 12 sekúndur.
Nýverið bætti Baldvin Þór Íslandsmetið í 3.000 metra hlaupi innanhúss með því að koma í mark á tímanum 7:53,72 mínútum á bandaríska háskólameistaramótinu.