Baldvin Þór Magnússon komst áfram í undanrásunum og verður meðal fimmtán þátttakenda í úrslitahlaupinu í 3000 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss á sunnudaginn.

Baldvin var á sjötta besta tímanum í undanrásunum í hádeginu þegar hann kom í mark á 7:49.34. Íslandsmet Baldvins er 7:47,51.

Riðill Baldvins var erfiður og lenti Baldvin í sjötta sæti í sínum riðli eftir að hafa misst Jonas Raess fram úr sér við endamarkið.

Seinni tveir riðlarnir voru hinsvegar mun hægari og fer Baldvin áfram sem einn af þremur fljótustu sem enduðu ekki meðal fjögurra efstu í sínum riðli.

Hann keppir því um gullverðlaunin og heimsmeistaratitilinn á sunnudaginn.