Oleksandr Zinchenko skrifaði undir nýjan samning á Etihad-vellinum í dag sólarhring eftir að Kyle Walker endurnýjaði hjá ensku meisturunum.

Aðeins ár er liðið síðan Zinchenko neitaði tilboði Wolves með það að leiðarljósi að sanna sig á Etihad-vellinum. Eftir að hann kom inn í liðið í vetur vann City fjórtán leiki í röð í deildinni í átt að titlinum.

Zinchenko hefur tekist að fylla skarð Benjamin Mendy sem hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla og virðist vera orðinn fyrsti kostur hjá Pep Guardiola.

Manchester City er því komið með bakvarðasveit fyrir næstu fimm árin.