LeBron James hefur ekki í hyggju á að hætta í körfubolta, þrátt fyrir að vera nú orðinn stigahæstur í sögu NBA-deildarinnar. Þetta sagði kappinn við fjölmiðla í nótt, eftir að ljóst varð að hann ætti nú metið.
Hinn 38 ára gamli LeBron er á mála hjá Los Angeles Lakers. Liðið tapaði naumlega gegn Oklahoma City Thunder í nótt, 133-130. Það sem stóð þó hæst eftir leik var að LeBron hafi bætt stigametið.
LeBron þurfti 36 stig í leiknum í nótt til þess að bæta met Kareem Abdul-Jabbar yfir stigafjölda í NBA. Hljóðaði það upp á 38.387 stig og var sett 1989. LeBron tókst það. Hann gerði 38 stig í tapinu gegn Oklahoma.
Þrátt fyrir tapið virtist LeBron sáttur að leik loknum. Hann var spurður út í það hvort hann hefði í hyggju að halda áfram að spila körfubolta, þrátt fyrir að eiga nú stigametið. Kappinn segist hvergi nærri hættur.
„Mér líður eins og ég geti enn hjálpað hvaða liði sem er að vinna titil eða titla. Það er mitt hugarfar,“ sagði LeBron eftir leik.
"It hasn't quite sunk in just yet...I know I can play a couple more years." pic.twitter.com/HJPoEtUVu8
— NBA on TNT (@NBAonTNT) February 8, 2023
Hann var ansi sáttur með metið. „Þetta er ótrúlegt því þetta var ekkert markmið eða neitt svoleiðis.“
Fjöldi stuðningsmanna borgaði sig inn dýrum dómum í gær til þess að fylgjast með LeBron bæta metið. Allt ærðist af fögnuði þegar það tókst.
„Ég vil þakka fallegu eiginkonunni minni, dóttur minni, vinunum, strákunum, fjölskyldunni, mömmu minni. Allir sem hafa verið hluti af þessu ævintýri síðustu 20 plús árin. Mig langar að þakka ykkur svo mikið því ég væri ekki ég án ykkar allra.“
Abdul-Jabbar sjálfur var mættur í höllina í nótt að fylgjast með LeBron bæta metið.
„Að vera í návist goðsagnar eins og Kareem er þýðingamikið fyrir mig. Standið upp og klappið fyrir honum, gerið það.“