Á fundi stjórnar Knattspyrnusambands Íslands í gær var samþykkt breyting á reglugerð sambandsins þar sem ákvæði FIFA um fæðingarorlof var meðal annars innleitt í regluverkið.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu KSÍ í dag.

Samkvæmt því fá kvenkyns leikmenn rétt á fæðingarorlofi á meðan samningstímabili stendur þar sem greiðslur skulu vera 2/3 þeirrar greiðslu sem leikmannasamningurinn kveður á um.

Fæðingarorlofið er fjórtán vikna launað leyfi sem samningsbundinn kvenkyns leikmaður en átta af þessum fjórtán vikum þarf leikmaður að nýta eftir fæðingu barns.

Um leið er fellt úr gildi heimild félaga til að segja upp samningi við leikmenn vegna þungunar, barneignar eða vegna töku fæðingarorlofs á gildistíma samnings. Ef félag gerir slíkt er það riftun án réttmætrar ástæðu og á leikmaðurinn þá rétt á bótum.