Mál Gary Lineker og BBC hefur vakið tölu­verða at­hygli undan­farna daga en Lineker var settur til hliðar eftir að hann gagn­rýndi opin­ber­lega stefnu bresku ríkis­stjórnarinnar í mál­efnum flótta­fólks og líkti henni við Þýskaland nasismans. Á­kvörðunin um að setja Lineker til hliðar hafði víð­tæk á­hrif á starf­semi BBC Foot­ball um helgina.

Sjálfur segist Lineker ekki ætla að biðjast afsökunar á orðum sínum, hann stæði við þessa skoðun sína.

Dag­skrá og um­fjöllun BBC Foot­ball á öllum miðlum deildarinnar riðlaðist tölu­vert en sam­starfs­fólk Gary Lineker stóð þétt við bakið á honum og tók þá á­kvörðun að, eftir að hann var settur í straff af BBC, neita að taka til starfa um helgina.

Kynnar, sér­fræðingar og lýs­endur BBC voru þar á meðal en gegnum­gangandi í dag­skrá BBC Foot­ball um helgina mátti sjá merki þess hvaða á­hrif brott­hvarf Lineker og sam­staða sam­starfs­fólks hans hafði á hana. Ítrekað var beðist afsökunar á breyttu sniði umfjöllunar um enska boltann í útsendingum BBC um nýliðna helgi.

Margra augu beindust að Match of the Day þættinum þar sem farið er yfir leiki laugar­dagsins í ensku úr­vals­deildinni, þáttinn sem Gary Lineker stýrir vana­lega. Í þetta skiptið var annar maður í brúnni í fjar­veru Lineker, hann hóf þáttinn á því að biðjast af­sökunar því þátturinn yrði ekki með sama sniði og áður. Lýs­endur hefðu ekki verið á öllum leikjum, ekki naut við upp­hafs­stef þáttarins sem var ekki kynntur inn sem Match of the Day, heldur Premi­er Leagu­e Hig­hlights.

Þátturinn stóð að­eins yfir í 20 mínútu, ekki voru sér­fræðingar í setti til þess að greina leikina en á­horf fór upp um hálfa milljón en rúm­lega 2,5 milljónir manna horfðu á þáttinn.

Til að mynda fór Match of the Day 2 marka­þátturinn í loftið á sunnu­daginn en stóð að­eins yfir í 15 mínútur, um­sjónar­maður þáttarins Mark Chap­man var ekki við­riðinn þáttinn og ekki mátti heyra í vana­legu lýs­endunum lýsa því sem á gekk í leikjum dagsins.

Bein út­sending, frá leikjum ensku úr­vals­deildarinnar í út­varpi, fóru fram en Alistair Bruce-Ball, sem lýsti leik Ful­ham og Arsenal í gær, sagði að um afar erfiða á­kvörðun hefði verið að ræða fyrir sig.

„Ég get full­vissað ykkur um að hana hef ég ekki tekið í létt­úð, en ég er starfs­maður BBC. Ég er knatt­spyrnu­lýsandi í út­varpi fyrir stöðuna og alveg eins og í gær erum við hér til staðar fyrir okkar hlust­endur, í ykkar þjónustu.

Hvað tekur nú við í fram­haldinu er varðar sam­band BBC og Gary Lineker er ó­ráðið en Sky Sports greinir frá því að niður­staða gæti komist í málið á næstu 24 klukku­stundum.