Stjórnar­for­maður Wat­ford, Scott Dux­bury, hefur látið mark­vörðinn Ben Foster heyra það fyrir að taka upp mynd­bönd af sér á æfingum og í leikjum og birta þau á Youtu­be.

Foster stofnaði Youtu­be-síðu þegar sam­komu­tak­markanir voru sem mestar í Bret­landi árið 2020. Vildi hann með því leyfa stuðnings­mönnum að skyggnast á bak­við tjöldin og komast nær leik­mönnum.

Þessi fyrrum mark­vörður Manchester United varð afar vin­sæll í kjöl­farið. Hann stofnaði til að mynda hlað­varp sem Spoti­fy tryggði sér á endanum réttinn á.

Mynd­böndin hans Foster tóku þó að valda usla innan Wat­ford. Hann var beðinn um að hætta að taka upp en hélt því á­fram þvert á óskir stjórnarinnar. Þessi 39 ára gamli leik­maður stundaði það enn að taka mynd­böndin upp á ný­af­staðinni leik­tíð.

„Sum mynd­böndin ollu mér von­brigðum,“ sagði Dux­bury. Hann hélt á­fram. „Yfir­maður í­þrótta­mála hjá okkur, Cristiano Giaretta, hitti Ben og bað hann um að hætta. Hann lofaði að gera það en svo fór ekki. Þá var hann sektaður.“


Dux­bury sagði mynd­böndin ó­við­eig­andi og fara gegn gildum Wat­ford. „Við viljum búa til háklassa menningu hjá Wat­ford. Þessi mynd­bönd pössuðu ekki við það. Mig langar að segja það opin­ber­lega að þessi mynd­bönd voru al­gjör­lega röng og að við höfðum sektað leik­manninn og beðið hann um að hætta. Það var bara ekki eitt­hvað sem ég gat gert.“