Badmintonfélag Hafnarfjarðar tilkynnti í gærkvöld að félagið hefði ákveðið að afsala sér Íslandsmeistaratitlinum sem BH vann í Meistaradeild Deildakeppni BSÍ 2020.

Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur og BH komust að samkomulagi um að fella niður úrslitin fyrir þetta ár..

Fréttablaðið fjallaði á sínum tíma um óánægju TBR og ásakanir um að BH hefði ólöglega skráð tvo erlenda leikmenn í lið sitt stuttu fyrir mót.

Á vefsíðu Badmintonsambands Íslands kemur fram að mikill ágreiningur hafi orðið á milli félaganna vegna þessa þar sem BH taldi sig ekki hafa brotið neinar reglur.

BH hafi samþykkt að afsala sér Íslandsmeistaratitlinum og við það hafi TBR fallið frá kærunni.

Þá kemur frma að hafin sé vinna við að endurskoða regluverk sambandsins til að koma í veg fyrir slíkan misskilning aftur.