For­múlu 1 goð­sögnin Sebastian Vet­tel, nýtti tæki­færið á einum af síðustu blaða­manna­fundum sínum sem öku­maður í móta­röðinni og bað Sir Lewis Hamilton, öku­mann Mercedes, sem einnig var með honum á blaða­manna­fundinum, af­sökunar á at­viki milli þeirra sem átti sér stað í Azer­ba­i­jan kapp­akstrinum árið 2017.

Vet­tel yfir­gefur For­múlu 1, í það minnsta í bili, á morgun eftir sína loka­keppni sem fer fram í Abu Dhabi. At­vikið sem kom til tals á blaða­manna­fundinum á dögunum átti sér stað, sem fyrr segir, árið 2017 þegar að Vet­tel var öku­maður Ferrari og Hamilton öku­maður Mercedes, líkt og hann er einnig nú.

Í um­ræddri keppni var öryggis­bíllinn kallaður út, Hamilton leiddi keppnina og var Vet­tel í 2. sæti. Á einum tíma­punkti, undir öryggis­bíl ók Vet­tel aftan á bíl Hamilton en sakaði hann um að hafa vís­vitandi bremsað harka­lega.

Á þeim var Vet­tel ekki parsáttur með stöðuna, ók upp að hlið Hamilton og beygði harka­lega inn í bíl hans.

Nú árið 2022 gátu Hamilton og Vet­tel, sem eru bestu mátar, talað um at­vikið á góðu nótunum og baðst Vet­tel af­sökunar.

„Þetta var ekki mín besta stund," sagði Vet­tel á blaða­manna­fundinum. „Það sem ég gerði átti ekki rétt á sér.“

Vet­tel sagðist hins vegar ekki vilja breyta neinu varðandi þetta at­vik því að frá þessari stundu hafi sam­band hans og Hamilton orðið betra. Hamilton tók undir það.

Mynd­band af um­ræddu at­viki má sjá hér fyrir neðan: