Handbolti

Axel velur hóp fyrir leiki gegn Svíum

Axel Stefánsson hefur tilkynnt hvaða 21 leikmaður mun leika fyrir Íslands hönd í tveimur vináttulandsleikjum gegn Svíþjóð í lok september. Nokkur skörð eru hoggvin í liðið að þessu sinni.

Axel Stéfánsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins íhandbolta, á hliðarlínunni í leik liðsins.

Axel Stefánsson og Elías Már Halldórsson, þjálfarar A-landsliðs kvenna í handbolta, hafa valið 21 leikmann fyrir tvo vináttulandsleiki sem leiknir verða við Svía og fram fara í Schenker-höllinni í Hafnarfirði í lok þessa mánaðar. 

Leikirnir verða annars vegar fimmtudaginn 27. september kl. 19.30 og hins vegar laugardaginn 29. september kl. 16.00. Hópurinn sem kemur saman til æfinga 24. september.

Steinunn Björnsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir og Guðrún Ósk Maríasdóttir gefa ekki kost á sér að þessu sinni.  

Sig­ríður Hauks­dótt­ir og Berglind Þorsteinsdóttir, leikmenn HK, sem verða nýliðar í Olísdeildinni í vetur eru einu leikmennirnir í þessum hópi sem ekki hafa leikið landsleik áður.

Rut Jónsdóttir snýr hins vegar til baka í landsliðið að þessu sinni eftir að hafa alið barn. 

Leikmannahópinn má sjá hér að neðan:

Markmenn

Guðný Jenný Ásmundsdóttir, ÍBV

Hafdís Renötudóttir, Boden

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel Håndb.

Vinstra horn

Steinunn Hansdóttir, Horsens HH

Sigríður Hauksdóttir, HK

Vinstri skytta

Andrea Jacobsen, Kristianstad

Helena Rut Örvarsdóttir, Byåsen

Lovísa Thompson, Valur

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram

Miðjumenn

Ester Óskarsdóttir, ÍBV

Eva Björk Davíðsdóttir, Ajax       

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss

Karen Knútsdóttir, Fram

Hægri skytta

Díana Dögg Magnúsdóttir, Valur

Rut Jónsdóttir, Esbjerg

Thea Imani Sturludóttir, Volda

Hægra horn

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stjarnan

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram

Línumenn

Arna Sif Pálsdóttir, ÍBV

Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss

Varnarmaður

Berglind Þorsteinsdóttir, HK

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Handbolti

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Handbolti

Halldór hættir með FH eftir tímabilið

Auglýsing

Nýjast

Crystal Palace komst upp í miðja deild

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Snorri hafnaði í 39. sæti í skiptigöngu

Auglýsing