Golf

Axel og Birgir Leifur fengu silfur

Þeir Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson unnu til silfurverðlauna á EM í liðakeppni atvinnukylfinga í dag. Þetta voru önnur verðlaun þeirra á mótinu.

Axel og Birgir Leifur fóru aðeins of seint í gang í úrslitaleiknum. Fréttablaðið/Getty

Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson enduðu í 2. sæti á EM í liðakeppni atvinnukylfinga í Glasgow í dag.

Axel og Birgir Leifur lutu í lægra haldi fyrir Spáni, 2/0, í úrslitaleiknum. Þeir unnu annað spænskt tvíeyki í undanúrslitunum í morgun, 2/1.

Spánverjarnir voru með frumkvæðið í úrslitaleiknum í dag og þegar þrjár holur voru Íslendingarnir þremur leikjum undir. Axel og Birgir Leifur hleyptu spennu í úrslitaleikinn með því að vinna holur 16 og 17 en Spánverjarnir tryggðu sér sigurinn með því að setja niður fugl á lokaholunni.

Annað sætið var því niðurstaðan hjá íslensku strákunum. Fyrir það fengu þeir 6,4 milljónir króna hvor.

Í gær urðu Axel og Birgir Leifur Evrópumeistarar í keppni blandaðra liða ásamt Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Valdísi Þóru Jónsdóttur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Val­dís hefur leik á öðru stigi úr­töku­móts LPGA í dag

Golf

Axel í erfiðum málum í Portúgal

Golf

Evrópa vann Ryder-bikarinn

Auglýsing

Nýjast

Bolt ekki á leiðinni til Möltu

Haukur og Dagur í hópi vonarstjarna Evrópu

Khan dregur til baka tilboð sitt í Wembley

Wenger boðar endurkomu sína

Gunnlaugur áfram í Laugardalnum

„Fátt annað komist að undanfarna mánuði"

Auglýsing