Golf

Axel og Birgir Leifur fengu silfur

Þeir Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson unnu til silfurverðlauna á EM í liðakeppni atvinnukylfinga í dag. Þetta voru önnur verðlaun þeirra á mótinu.

Axel og Birgir Leifur fóru aðeins of seint í gang í úrslitaleiknum. Fréttablaðið/Getty

Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson enduðu í 2. sæti á EM í liðakeppni atvinnukylfinga í Glasgow í dag.

Axel og Birgir Leifur lutu í lægra haldi fyrir Spáni, 2/0, í úrslitaleiknum. Þeir unnu annað spænskt tvíeyki í undanúrslitunum í morgun, 2/1.

Spánverjarnir voru með frumkvæðið í úrslitaleiknum í dag og þegar þrjár holur voru Íslendingarnir þremur leikjum undir. Axel og Birgir Leifur hleyptu spennu í úrslitaleikinn með því að vinna holur 16 og 17 en Spánverjarnir tryggðu sér sigurinn með því að setja niður fugl á lokaholunni.

Annað sætið var því niðurstaðan hjá íslensku strákunum. Fyrir það fengu þeir 6,4 milljónir króna hvor.

Í gær urðu Axel og Birgir Leifur Evrópumeistarar í keppni blandaðra liða ásamt Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Valdísi Þóru Jónsdóttur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Valdís og Ólafía í baráttunni um sæti á ÓL í Tókýó

Golf

Valdís átti besta hring mótsins

Golf

Valdís efst þegar mótið er hálfnað

Auglýsing

Nýjast

Veit vel hversu gott lið Ísland er með

Birkir reynst Frökkum erfiður undanfarin ár

Fékk þau svör sem ég var að leitast eftir

Hef góða tilfinningu fyrir leiknum

Grindavík jafnaði metin | Njarðvík komið 2-0 yfir

Sigur á Selfossi kemur Haukum í lykilstöðu

Auglýsing