Golf

Axel og Birgir komnir í undanúrslit

Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson eru komnir í undanúrslit í liðakeppni á Evrópumeistaramótinu í golfi.

Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson eru að gera það gott í Skotlandi. Fréttablaðið/Getty

Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingar í golfi, tryggðu sér sæti í undanúrslitum í liðakeppni á Evrópumeistaramótinu sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi þessa dagana með sigri gegn Norðmönnum í lokaumferð riðlakeppninnar í dag. 

Bæði lið höfðu haft betur í báðum viðureignum sínum til þessa í mótinu og einungis efsta sætið kemst áfram í undanúrsltin. Því var um hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitum mótsins að ræða þegar þeir mættu Norðmönnum í dag. 

Axel og Birgir Leifur eru með fullt hús stiga í D-riðli mótsins eftir sigur gegn Belgíu, Ítalíu og nú Noregi.

Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir og Val­dís Þóra Jóns­dótt­ir gerðu jafn­tefli í loka­leik sín­um í riðlakeppn­inni þegar þær mættu liði Austurríkis. Þær höfnuðu í þriðja sæti síns riðils eft­ir að hafa gert tvö jafn­tefli og beðið ósigur í einum leik. 

Undanúrslit mótsins fara fram á sunnudaginn, en á morgun, laugardag, fer fram keppni blandaðra liða, þar sem karl­ar og kon­ur leika í fjór­menn­ingi. Birg­ir Leif­ur og Val­dís Þóra leika þar sam­an, og Axel og Ólafía eru saman í liði.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Guðrún Brá hefur leik í Marrakesh

Golf

Valdís Þóra og Haraldur valin kylfingar ársins

Golf

Stefna að því að opna nýjan golfvöll á Rifi

Auglýsing

Nýjast

Fjórði sigur Hamranna í röð

Fékk nýjan samning í jólagjöf

Rodriguez með þrefalda tvennu

Eriksen kom Spurs til bjargar

Mæta Spáni í HM-umspili

City á toppinn eftir sigur á Gylfa og félögum

Auglýsing