Golf

Axel og Birgir komnir í undanúrslit

Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson eru komnir í undanúrslit í liðakeppni á Evrópumeistaramótinu í golfi.

Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson eru að gera það gott í Skotlandi. Fréttablaðið/Getty

Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingar í golfi, tryggðu sér sæti í undanúrslitum í liðakeppni á Evrópumeistaramótinu sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi þessa dagana með sigri gegn Norðmönnum í lokaumferð riðlakeppninnar í dag. 

Bæði lið höfðu haft betur í báðum viðureignum sínum til þessa í mótinu og einungis efsta sætið kemst áfram í undanúrsltin. Því var um hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitum mótsins að ræða þegar þeir mættu Norðmönnum í dag. 

Axel og Birgir Leifur eru með fullt hús stiga í D-riðli mótsins eftir sigur gegn Belgíu, Ítalíu og nú Noregi.

Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir og Val­dís Þóra Jóns­dótt­ir gerðu jafn­tefli í loka­leik sín­um í riðlakeppn­inni þegar þær mættu liði Austurríkis. Þær höfnuðu í þriðja sæti síns riðils eft­ir að hafa gert tvö jafn­tefli og beðið ósigur í einum leik. 

Undanúrslit mótsins fara fram á sunnudaginn, en á morgun, laugardag, fer fram keppni blandaðra liða, þar sem karl­ar og kon­ur leika í fjór­menn­ingi. Birg­ir Leif­ur og Val­dís Þóra leika þar sam­an, og Axel og Ólafía eru saman í liði.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Valdís og Ólafía í baráttunni um sæti á ÓL í Tókýó

Golf

Valdís átti besta hring mótsins

Golf

Valdís efst þegar mótið er hálfnað

Auglýsing

Nýjast

Veit vel hversu gott lið Ísland er með

Birkir reynst Frökkum erfiður undanfarin ár

Fékk þau svör sem ég var að leitast eftir

Hef góða tilfinningu fyrir leiknum

Grindavík jafnaði metin | Njarðvík komið 2-0 yfir

Sigur á Selfossi kemur Haukum í lykilstöðu

Auglýsing