Golf

Axel fékk þátttökurétt í Kenía

Axel fær þátttökurétt á fyrsta móti ársins á Áskorendamótaröð Evrópu í golfi sem fer fram í Kenía. Ísland mun því eiga tvo fulltrúa á mótinu en þetta er fyrsta ár Axels á mótaröðinni.

Axel horfir á eftir upphafshöggi á Íslandsmótinu í höggleik sl. sumar. Fréttablaðið/Gsimyndir.net

Axel Bóasson, GK, verður ásamt Birgi Leifi Hafþórssyni, GKG, meðal kylfinga á fyrsta móti Áskorendamótaraðarinnar í golfi í Evrópu sem fer fram í úthverfi Naíróbí, höfuðborg Keníu í næstu viku.

Axel var fyrsti maður inn á biðlista eftir því að komast inn á mótið en hann fékk boð um að koma á mótið og þáði það í gær. Um er að ræða Barclays-mótið og fer það fram á Muthaiga-vellinum um næstu helgi.

Er þetta fyrsta ár Axels á mótaröðinni en hann vann sér inn þátttökurétt þegar hann varð stigameistari á Nordic Tour mótaröðinni á síðasta ári.

Axel fær takmarkaðan keppnisrétt á fyrsta ári sínu á mótaröðinni og þarf því oft að vera á biðlista á meðan Birgir Leifur er með fullan þátttökurétt.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Þurfti að pútta með sandjárni á PGA-mótaröðinni | Myndbönd

Golf

Bjargaði pari með frábæru innáhöggi | Myndband

Golf

Tiger blandaði sér aftur í baráttuna á lokadeginum

Auglýsing
Auglýsing