Axel Stefánsson tilkynnti í dag hvaða sextán leikmenn hann hefði valið fyrir umspilsleikina gegn Spánverjum í undankeppni HM.

Hópinn í heild sinni má sjá neðst í fréttinni.

Fyrri leikur liðanna fer fram á Spáni á föstudaginn en seinni leikurinn fer fram í Laugardalshöll þann 6. júní næstkomandi.

Íslenska liðið er tveimur leikjum frá því að komast í lokakeppni HM í annað sinn og í fyrsta sinn síðan 2011.

Birna Berg Haraldsdóttir, Erla Rós Sigmarsdóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir, Sandra Erlingsdóttir og Stefanía Theodórsdóttir detta út úr hópnum.

Ísland mætir B-liði Noregs í æfingarleik um helgina og æfir í Noregi næstu daga áður en haldið verður til Spánar.

Hópurinn í heild sinni: (landsleikir/mörk)
Markmenn:

Elín Jóna Þorsteinsdóttir 18/0

Hafdís Renötudóttir 23/1

Vinstra horn:

Sigríður Hauksdóttir 9/16

Perla Ruth Albertsdóttir 18/23

Vinstri skytta:

Andrea Jacobsen 15/13

Helena Rut Örvarsdóttir 32/69

Lovísa Thompson 17/28

Leikstjórnendur:

Ester Óskarsdóttir 26/19

Eva Björk Davíðsdóttir 30/22

Karen Knútsdóttir 95/336

Hægri skytta:

Thea Imani Sturludóttir 33/45

Rut Jónsdóttir 89/184

Hægra horn:

Díana Dögg Magnúsdóttir 15/15

Þórey Rósa Stefánsdóttir 99/288

Línumenn:

Arna Sif Pálsdóttir 147/267

Steinunn Björnsdóttir 28/14