Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur úrskurðað austurríska sóknarmanninniMar­ko Arnautovic í eins leiks bann.

Bannið fær Arnautovic fyr­ir að vega að Gj­anni Ali­oski þegar hann fagnaði marki sínu í 3-1 sigri Aust­ur­rík­is gegn Norður-Makedón­íu í fyrstu umferð í riðlakeppni Evrópumótsins. 

Í kjölfar þess að Arnautovic, sem er af serbneskum ættum skoraði þriðja mark Austurríkis í leiknum, jós hann úr skálum reiði sinnar við Ali­oski, sem er af al­bönsk­um ætt­um. Sam­band Serbíu og Albaníu hef­ur oft verið stirt í gegnum tíðina. 

Arnautovic, sem baðst afsökunar á athæfi og bar af sér sakir um kynþáttafordóma, verður þar af leiðandi í leikbanni þegar Austurríki mætir Hollandi í toppslag riðilsins á morg­un. 

Hollandi lagði Úkraínu að velli í hinum leik fyrstu umferðarinnar og Austurríki og Hollandi eru því hvort um sig með þrjú sitg fyrir leik liðanna.