Örvæntingarfullur maður í leit að eiginkonu mun auglýsa eftir konu sem er reiðubúinn að giftast honum með auglýsingaskilti í Avia Solutions Group-höllinni í Vilnius á leik Íslands og Litáen í undankeppni EM 2022 sem fram fer þar í kvöld. Maðurinn sem um ræðir er með Instagramið @opinijus.

Donatas Pasvenskas, forstei litáíska handboltasambandsins segir að illa hafi gengið að fá hefðbundna styrktaraðila til þess að auglýsa á leiknum og af þeim sökum hafi verið leitað óhefðbundinna leiða til þess að fá stuðning.

Þessi leið var farin til þess að vekja athygli á þeirri þróun sem á sér stað í Litáen þar sem fyrirtæki halda að sér höndum á meðan áhrifavaldar á Instagram séu í meira mæli að leggja pening í auglýsingar hjá sérsamböndunum.

Handboltinn í Litáen á undir högg að sækja þar sem körfuboltinn er lang vinsælasta íþróttin í landinu. Sá sem er með reikninginn @opinijus vildi leggja handboltasambandinu lið með þessu skemmtilega framtaki.