Pierre-Emerick Aubameyang hefur yfirgefið herbúðir gabonska karlalandsliðsins í fótolta sem leikur þessa stundina í Afríkukeppninni.

Aubameyang var ekki með í fyrsta leik Gabon á mótinu þar sem liðið lagði Comoros að velli þar sem hann var smitaður af Covid.

Þá gat Aubameyang ekki spilað þegar Gabon gerði jafntefli við Gana í næstu umferð riðlakeppninnar vegna hjartavandamála.

Aubameyang hefur nú ferðast til Lundúna þar sem hann fer í hjartarannsókn á vegum Arsenal. Forráðamenn Arsenal sendu frá sér tilkynningu um málið í síðstu viku þar sem þeir töldu að hjartavandamál framherjans væru ekki alvarlega.

Þessi 33 ára gamli sóknarmaður hefur verið orðaður við brottför frá Skyttunum en hann var settur í agabann áður en hann hélt til Kamerún til þess að spila á Afríkumótinu.

Mikel Arteta er sagður spenntur fyrir að festa kaup á serbneska framherjanum Dusan Vlahvoic sem leikur með Fiorentina til þess að fylla skarð Aubameyang.