Í könnun alþjóðlegu leikmannasamtakanna (e. FIFPro) kemur fram að um 75 prósent atvinnumanna í knattspyrnu karla séu mótfallnir hugmynd FIFA um að fjölga stórmótum.

Þúsund leikmenn tóku þátt í könnuninni frá sjötíu mismunandi þjóðernum og var könnunin unnin í samstarfi við leikmannasamtökin á Englandi, Frakklandi, Ítalíu og Spáni.

Hugmyndin mætti mestu mótspyrnuninni frá leikmönnum sem leika í Evrópu og Asíu þar sem 77 prósent voru mótfallin fjölgun stórmóta.

Í Afríku voru 49 prósent mótfallin hugmyndinni en þessi tillaga FIFA og Gianni Infantino, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, nýtur helst stuðnings frá knattspyrnusamböndin í Afríku og Mið-Ameríku.

Infantino og Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal, hafa lagt til tillögur sem eiga að breyta landslagi alþjóðlegrar knattspyrnu, meðal annars með því að halda HM á tveggja ára fresti og stórmót á hverju ári.