Breski UFC bardagakappinn Paddy Pimblett hefur á skömmum tíma skotist upp á stjörnuhimininn í mótaröðinni og þykir einn skemmtilegasti sem og áhugaverðasti bardagakappi UFC á þessari stundu. Paddy hefur náð að tengja saman sigra en það er ekki það eins sem vekur athygli heldur einnig það hvernig hann hagar lífi sínu milli bardaga.

Paddy er atvinnumaður í sinni íþrótt en honum þykir líka gott að borða og er óhræddur við að fá sér nákvæmlega það sem hann vill milli bardaga hjá sér, ólíkt mörgum öðrum atvinnumönnum í íþróttum sem halda sig við strangt matarræðí sama hvaða dagur eða árstími er.

Þessi ungi Breti keppir í léttivigtardeild UFC þar sem bardagamenn mega mest vera 155 pund í vigtun fyrir sína bardaga, 70 kíló. Paddy barðist síðast þann 23. júlí síðastliðinn og náði þá vigt, var um 70 kíló en í viðtali um nýliðna helgi greindi hann frá því að hann væri orðinn 90 kíló og hefur því bætt á sig tæpum 20 kílóum á tveimur vikum.

Paddy á auðvelt með að bæta á sig og taka af sér kíló og viðurkennir að þetta millibilsástand hans milli bardaga geti ekki gengið að eilífu. ,,Þegar að ég verð aðeins eldri og byrja að mæta bardagaköppum hærra á styrkleikalistunum mun ég halda þyngd minni niðri. En eins og staðan er núna nýt ég þess að bæta á mig," sagði Paddy í viðtali um nýliðna helgi.

Eftir tvö sigra í röð á UFC bardagakvöldum í heimalandi sínu stefnir Paddy nú á að berjast fjarri Englandi og er með augun á bardagakvöldi í Las Vegas.

,,Ég held að ég muni berjast í Las Vegas næst. Það er það sem ég vonast eftir."