Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur ákveðið að leggja golkylfuna á hilluna eftir farsælan feril sem atvinnukylfungur. Þetta staðfestir hún í myndbandi sem hún birti á YouTube rás sinni fyrr í dag.

„Ég heiti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Ég er metnaðarfull, ég er hugmyndarík, listræn, ég elska fjölskylduna mína og ég borða plöntufæði. Þetta er einungis byrjunin á listanum sem gerir mig að því sem gerir mig að mér," segir Ólafía í upphafi myndbandsins sem má líkja við myndbandið sem fjórfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel sendi frá sér fyrir nokkrum vikum.

Ólafía varð árið 2017 fyrsti Íslendingurinn til að öðlast þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni og því er algjör brautryðjandi í íþróttinni að yfirgefa sviðið. Sama ár var hún valin Íþróttamaður ársins

„Ég hef verið golfari síðustliðin tuttugu ár, síðastliðin átta ár hef ég verið atvinnumaður í golfi. Nú er komið að tímamótum í mínu lífi,“ segir Ólafía Þórunn í myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan.

Fréttin hefur verið uppfærð