Aðeins tvær keppnir eru eftir af Formúlu 1 tímabilinu. Max Verstappen, ökuþór Red Bull Racing, leiðir stigakeppni ökuþóra og átta stigum á eftir honum kemur Sir Lewis Hamilton sem hefur verið að saxa á forystu Hollendingsins undanfarið.

Takist Hamilton að vinna sinn áttunda heimsmeistaratitil tekur hann fram úr Michael Schumacher hvað fjölda heimsmeistaratitla varðar og setur nýtt met.

,,Það hefur engum tekist að gera atlögu að átta heimsmeistaratitlum fyrir utan Michael Schumacher. Ég er að feta ótroðnar slóðir," sagði Hamilton í viðtali við The Guardian.

Max Verstappen, getur með hagstæðum úrslitum, tryggt sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil.

,,Ég hef gert allt sem ég get gert á tímabilinu, fært þær fórnir sem þurfti að færa. Það er engin eftirsjá hjá mér. Ég er stoltur af því sem ég hef gert, það kom tímapunktur þar sem ég var 32 stigum á eftir Max."

Það verður allt undir um helgina þegar keppt verður á glænýrri braut í Sádí-Arabíu. Það má ekkert útaf bregða á þessari hröðu götubraut.