Stjórnvöld í Kamerún hafa staðfest að átta hafi látið lífið og margir slasast, þar af átta alvarlega í troðningi í kringum leik Kamerún og Comoros í í Afríkukeppninni í gærkvöldi.

Atvikið átti sér stað þegar að mannfjöldinn reyndi að komast inn á Olembe leikvanginn í Kamerún til þess að bera leikinn augum. Kamerún er gestgjafi mótsins.

Alls voru 50 þúsund manns viðstaddir á vellinum sem tekur allt að 60 þúsund manns en vegna sóttvarnartakmarkana sökum kórónuveirufaraldursins mátti aðeins nýta 80% af sætaframboði vallarins.

Alþjóðaknattspyrnusambandið hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi málið.

,,Hugsanir og bænir knattspyrnuheimsins liggja hjá fórnarlömbum og þeim sem hafa slasast," sagði meðal annnars í yfirlýsingu frá FIFA.

Í myndböndum af atvikinu má heyra hróp stuðningsmanna sem lentu í troðninginum og vitni hafa lýst kaótískum aðstæðum þar sem þúsundir stuðningsmanna reyndu að þröngva sér leið inn á leikvanginn.

Forseti Kamerún, Paul Biya, hefur heitið því að málið verði rannsakað.