Gan­verski knatt­spyrnu­maðurinn Christian Atsu, sem fannst látinn í rústum byggingar eftir að stór jarð­skjálfti reið yfir Tyrk­land og Sýr­land, verður jarðsunginn í dag í heimabæ sínum. Frá þessu greinir BBC.

Hundruð ein­stak­linga hafa vottað Atsu virðingu sína þar sem kista hans er nú í Accra, höfuð­borg Gana. Meðal þeirra sem hafa vottað Atsu virðingu sína er for­seti Gana.

Þá voru liðs­menn gan­verska lands­liðsins í knatt­spyrnu, sem og liðs­fé­lagar Atsu hjá tyrk­neska fé­lags­liðinu Hata­y­spor við­staddir á minningar­at­höfn sem var haldin í Accra.

Atsu var á sínum tíma leik­maður í ensku úr­vals­deildinni og á mála hjá þekktum liðum á borð við Chelsea, New­cast­le og E­ver­ton. Þá spilaði hann 65 leiki fyrir lands­lið Gana.