Fótbolti

Atlético Madrid Evrópu­deildar­meistari í þriðja sinn

Strákarnir hans Diegos Simeone í Atlético Madrid unnu öruggan sigur á Marseille, 0-3, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Lyon í kvöld.

Griezmann fagnar eftir að hafa komið Atlético Madrid í 0-2. Fréttablaðið/Getty

Antoine Griezmann skoraði tvívegis þegar Atlético Madrid vann 0-3 sigur á Marseille í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Lyon í kvöld.

Þetta er í þriðja sinn sem Atlético vinnur þessa keppni en liðið gerði það einnig 2010 og 2012.

Griezmann braut ísinn á 21. mínútu eftir slæm mistök í vörn Marseille. Frakkinn bætti öðru marki við á 49. mínútu. Hann fékk boltann þá inn fyrir vörn Frakkanna frá Koke og lyfti honum smekklega yfir Steve Mandanda í marki Marseille.

Mínútu fyrir leikslok skoraði fyrirliði Atlético, Gabi, svo þriðja mark liðsins eftir skyndisókn. Lokatölur 0-3, Atlético í vil.

Þetta er sjötti titilinn sem Atlético vinnur eftir að Diego Simeone tók við liðinu 2011.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Hörður lék sinn fyrsta leik fyrir CSKA í dag

Fótbolti

Ronaldo á vinsælustu íþróttamynd í sögu Instagram

Fótbolti

Wenger tekur ekki við Japan

Auglýsing

Nýjast

Besti hringur Tigers á risamóti síðan 2011

Þrír jafnir á toppnum á Opna breska

HK aftur á toppinn eftir sigur á Grenivík

Berglind Björg skaut Blikum í bikarúrslit

María og Ingvar Íslandsmeistarar

Stjarnan skoraði níu í Árbænum og er komin í bikarúrslit

Auglýsing