Fótbolti

Atlético Madrid Evrópu­deildar­meistari í þriðja sinn

Strákarnir hans Diegos Simeone í Atlético Madrid unnu öruggan sigur á Marseille, 0-3, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Lyon í kvöld.

Griezmann fagnar eftir að hafa komið Atlético Madrid í 0-2. Fréttablaðið/Getty

Antoine Griezmann skoraði tvívegis þegar Atlético Madrid vann 0-3 sigur á Marseille í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Lyon í kvöld.

Þetta er í þriðja sinn sem Atlético vinnur þessa keppni en liðið gerði það einnig 2010 og 2012.

Griezmann braut ísinn á 21. mínútu eftir slæm mistök í vörn Marseille. Frakkinn bætti öðru marki við á 49. mínútu. Hann fékk boltann þá inn fyrir vörn Frakkanna frá Koke og lyfti honum smekklega yfir Steve Mandanda í marki Marseille.

Mínútu fyrir leikslok skoraði fyrirliði Atlético, Gabi, svo þriðja mark liðsins eftir skyndisókn. Lokatölur 0-3, Atlético í vil.

Þetta er sjötti titilinn sem Atlético vinnur eftir að Diego Simeone tók við liðinu 2011.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Arnór Ingvi etur kappi við Chelsea

Fótbolti

Liverpool mætir Bayern

Fótbolti

Arnór og Hörður báðir í úrvalsliði sjöttu umferðar

Auglýsing

Nýjast

Viðræður hafnar við Martial

Dirk Nowitzki fékk ótrúlegar móttökur í nótt

Jussi hættir sem afreksstjóri GSÍ

Hildur og Martin valin best af KKÍ

Tapið gegn Liverpool ekki síðasta hálmstráið

Lánsmaðurinn sem gerði Arsenal grikk

Auglýsing