Fótbolti

Atlético Madrid Evrópu­deildar­meistari í þriðja sinn

Strákarnir hans Diegos Simeone í Atlético Madrid unnu öruggan sigur á Marseille, 0-3, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Lyon í kvöld.

Griezmann fagnar eftir að hafa komið Atlético Madrid í 0-2. Fréttablaðið/Getty

Antoine Griezmann skoraði tvívegis þegar Atlético Madrid vann 0-3 sigur á Marseille í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Lyon í kvöld.

Þetta er í þriðja sinn sem Atlético vinnur þessa keppni en liðið gerði það einnig 2010 og 2012.

Griezmann braut ísinn á 21. mínútu eftir slæm mistök í vörn Marseille. Frakkinn bætti öðru marki við á 49. mínútu. Hann fékk boltann þá inn fyrir vörn Frakkanna frá Koke og lyfti honum smekklega yfir Steve Mandanda í marki Marseille.

Mínútu fyrir leikslok skoraði fyrirliði Atlético, Gabi, svo þriðja mark liðsins eftir skyndisókn. Lokatölur 0-3, Atlético í vil.

Þetta er sjötti titilinn sem Atlético vinnur eftir að Diego Simeone tók við liðinu 2011.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Willian skoraði eina mark Chelsea í Grikklandi

Fótbolti

Orku­drykkja­ein­vígið í Leipzig

Fótbolti

Sex Íslendingalið í riðlakeppninni

Auglýsing

Nýjast

„Draumur að rætast í Tékklandi þetta kvöld“

Arsenal setti fjögur gegn Vorskla Poltava

Uxinn farinn að æfa með bolta á ný

Ólafía á einu höggi yfir pari á Spáni

Al­þjóða lyfja­eftir­litið af­léttir banni Rússa

Völsungi úrskurðaður sigur gegn Huginn

Auglýsing