Átján fyrrum leikmenn úr NBA-deildinni eiga yfir höfði sér kæru fyrir áætlanir um að svíkja um fjórar milljónir dollara út úr deildinni með fölsuðum gögnum.

Meðal þeirra sem eiga von á því að vera kærðir eru Shannon Brown sem varð tvívegis meistari með Los Angeles Lakers og Glen Davies sem varð meistari með Boston Celtics.

Í leikmannasamningum í NBA er meðal annars tilgreint að deildin sjái leikmönnum fyrir tannlæknaþjónustu og ýmiskonar læknisþjónustu.

Leikmennirnir fölsuðu skjöl sem sýndu fram á aðgerðir en það komst upp þegar Greg Smith sótti um endurgreiðslu vegna tannlæknaaðgerða þegar hann var að leika erlendis.