Inn­flytj­enda­ráð­herra Ástralíu hafa aftur­kallað dvalar­leyfi tennis­spilarans Novak Djoko­vic í annað sinn frá því hann kom inn í landið 6. janúar.

Djoko­vic kom óbólu­settur til Ástralíu til að spila á opna ástralska meistara­mótinu sem hefst næst­komandi mánu­dag. Bólu­setningar­skylda er á landa­mærum Ástralíu sem stendur en Djoko­vic fékk upp­runa­lega undan­þágu frá skyldunni þar sem hann hafði fengið Co­vid-smit skömmu áður.

Landa­mæra­verðir í Ástralíu sögðu að hann hafi ekki gefið nægi­lega góðan rök­stuðning fyrir því að eiga rétt á undan­þágu frá skyldunni og aftur­kölluðu dvalar­leyfi hans. Eftir nokkra daga ein­angrun snéri dómari á­kvörðuninni til baka.

Nú þegar dvalar­leyfi hans hefur verið aftur­kallað á ný á að senda Djoko­vic úr landi en hann hefur þó enn mögu­leika á að kæra á­kvörðunina.

Al­mennir borgarar í Ástralíu hafa margir hverjir lýst yfir reiði yfir því að Djoko­vic skuli hafa fengið undan­þágu frá bólu­setningar­skyldunni. Í landinu hafa verið mjög strangar sam­komu­tak­markanir við lýði í langan tíma.