Aston Villa vann fyrsta leik sinn á tímabilinu í kvöld þegar Villa vann 2-0 sigur á Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Everton.

Á sama tíma tapaði Everton fyrsta leik sínum á tímabilinu og missti af tækifærinu að skjótast á toppinn í bili.

Brasilíski framherjinn Wesley skoraði eina mark leiksins um miðbik fyrri hálfleiks þegar hann fékk sendingu inn fyrir vörnina og lagði boltann framhjá Jordan Pickford.

Gylfi Þór byrjaði leikinn inn á miðjunni hjá Everton í kvöld en var tekinn af velli á 62. mínútu leiksins eftir bragðdaufa frammistöðu.

Anwar El Ghazi innsiglaði sigur Aston Villa í uppbótartíma með snyrtilegri afgreiðslu eftir þunga sókn Everton síðustu mínútur leiksins..