Salisu Yusuf, aðstoðarþjálfari nígerska landsliðsins sem mætti Íslandi á HM í Rússlandi fyrir rétt rúmum mánuði síðan, er í vandræðum eftir að myndband af honum að þiggja mútur frá mönnum sem þóttust vera umboðsmenn.
Þáði hann greiðsluna fyrir að koma því í gegn að leikmenn þeirra yrðu í hóp Nígeríu fyrir Afríkukeppnina í janúar.
Um var að ræða Afríkukeppni þar sem þjóðir tefldu einungis fram leikmönnum úr deildarkeppninni heimafyrir og er haldin á tveggja ára fresti.
Er það ekki sama Afríkukeppni og haldin er á fjögurra ára fresti þegar stærstu stjörnurnar mæta til leiks.
Voru þetta blaðamenn sem þóttust vera umboðsmenn en þeir greiddu þúsund dollara, rétt rúmlega 100.000 íslenskar krónur til að tryggja meintum skjólstæðingum sínum sæti í liðinu.
Hefur Yusuf neitað því að þetta hafi verið mútuþægni og segir að þetta hafi einfaldlega verið gjöf frá umboðsmanni en verið er að rannsaka málið.
Nigeria’s top football coach, Salisu Yusuf, has been caught on camera taking cash. The footage, exposed here for the first time, was captured by controversial Ghanaian investigative journalist @anasglobal and recently handed to #BBCAfricaEye. pic.twitter.com/O3RQTYJTJK
— BBC News Africa (@BBCAfrica) July 24, 2018