Íslenski boltinn

Ást­hildur verður ekki að­stoðar­þjálfari

Ekki liggur fyrir hver verður aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins eftir að Ásthildur Helgadóttir gaf starfið frá sér.

Ásthildur átti farsælan feril sem leikmaður. Fréttablaðið/Valli

Ásthildur Helgadóttir verður ekki næsti aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Fyrr í vikunni var greint frá því að Jón Þór Hauksson væri í viðræðum við KSÍ að taka við kvennalandsliðinu af Frey Alexanderssyni og Ásthildur yrði honum til aðstoðar.

Ásthildur afþakkaði hins vegar starf aðstoðarþjálfara. Ekki liggur fyrir hver verður aðstoðarmaður Jóns Þórs með landsliðið.

Ásthildur er einn besti leikmaður Íslands frá upphafi en hún skoraði 23 mörk í 69 landsleikjum og var á sínum tíma einn besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar. Hún vann einnig fjölda titla hér á landi.

Jón Þór, sem er hættur sem aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar, verður væntanlega kynntur sem næsti þjálfari kvennalandsliðsins í næstu viku.

Hann er fertugur Skagamaður sem hefur lengi starfað við þjálfun en hefur litla reynslu sem þjálfari meistaraflokks. Hann stýrði ÍA í síðustu sex leikjunum í Pepsi-deild karla í fyrra.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Ljúka leik í Svíþjóð

Íslenski boltinn

Sandra meidd - Ásta Eir inn í hópinn

Íslenski boltinn

Stelpurnar með Svíum í riðli

Auglýsing

Nýjast

Minnast Gordon Banks með sérstakri treyju gegn Aston Villa

Nálægt því að komast í úrslit

Chelsea fer til Úkraínu: Arsenal mætir Rennes

Leik­maður Leeds söng með stuðnings­mönnum Mal­mö

Sonur Holyfield reynir að komast í NFL-deildina

Rabiot rak mömmu sína

Auglýsing