Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur leik í undankeppni EM 2024 í næstu viku með tveimur útileikjum. Sá fyrri fer fram í Bosníu og mætir þar heimamönnum.

Völlurinn í Bosníu er erfiður. Leikið er í borginni Zeni­ca, sem þekktust er fyrir al­ræmt fangelsi. Hluti stúkunnar verður lokaður á­horf­endum vegna hegðunar stuðnings­manna Bosníu.

„Völlurinn mun ekki bjóða upp á neinn Brassa­bolta. Við verðum að setja leikinn upp þannig að við eigum sem mestan mögu­leika á að fá stig úr honum.

Það er á­stæða fyrir því að þeir eru að spila þarna en ekki í höfuð­borginni. Þetta er bær sem er þekktur fyrir læti á vellinum. Það verða læti.“

Rúnar Alex Rúnars­son, Elías Rafn Ólafs­son og Pat­rik Sigurður Gunnars­son eru mark­verðirnir í hóp Ís­lands. Arnar vill ekki gefa upp hver mun standa á milli stanganna í fyrsta leik.

„Við megum ekki gleyma því að við erum með þrjá mark­menn. Rúnar er að spila mjög vel í Tyrk­landi. Elías hefur ekki verið að spila mikið en Pat­rik hefur verið að gera vel. Svo eigum við aðra mark­menn líka. Við eigum Hákon (Rafn Valdimars­son) hjá Elfs­borg, Frederik (Schram) hjá Val. Það er annar haus­verkur fyrir mig. Það getur vel verið að við breytum um mark­menn á milli leikja í undan­keppninni en það getur líka verið að það verði alltaf sá sami.“