Ásta Júlía Grímsdóttir gerði í dag tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Vals.

Ásta Júlía hefur undanfarið ár leikið með Houston Baptist University í Texas en var þar áður tvö tímabil í Val og varð meðal annars bikar- og Íslandsmeistari með liðinu tímabilið 2018-2019.

Hún hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og var á dögunum valin í æfingahóp A-landsliðsins.

Þessi öflugi leikmaður hefur verið í háskólaboltanum í Texas en vegna breyttra aðstæðna tók hún ákvörðun um að snúa aftur í Val.