Áætlað er að í fyrsta sinn fari aðsókn á íþróttaviðburði kvenna í Bretlandi yfir hálfa milljón á þessu ári en þetta kemur fram í samantekt BBCum aukningu í áhorfi á íþróttir kvenna.

Hafa áhorfendatölur farið hækkandi allt frá árinu 2013 en 38% aukning hefur verið að meðaltali milli ára og er spáð að um 670.000 manns muni á einhverjum tímapunkti fara á íþróttaviðburð kvenna árið 2019.

Framundan er HM í hokkíi kvenna í Bretlandi en sífellt fleiri mæta á leiki í knattspyrnudeildinni, krikket- og blakdeildinni en búist er við heimsmeti í áhorfendafjölda þegar rúbbílið mætast um helgina.

Er tölfræðin eingöngu tekin frá viðburðum sem eru aðeins með kvenkyns þáttakendur, er því ekki tekið inn í myndina þegar viðburðir karla eru á sama tíma eða þegar kynin keppa saman.