„Það er helst á síðasta þriðjungnum. Gæðin á síðasta þriðjungnum, þar sem við vorum búin að koma okkur í stöðu í nálægð við vítateiginn, að búa okkur til tækifæri þar. Það er helst það,“ sagði Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins, aðspurður hvort að þjálfarateymið væri búið að sjá hluti sem máttu fara betur daginn eftir leik.

„Þó erum við komin í stöðuna 1-0 eftir góðan sókn, þ.e. eftir vel útfærða sókn og komum okkur í góða stöðu. Þar gátum við náð að sigla leiknum heim,“ sagði Ásmundur og minntist á atvik þegar Sveindís Jane Jónsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttur komust í góða stöður.

Aðspurður viðurkennir Ásmundur að úrslit úr leik Ítalíu og Frakklands hafi komið honum á óvart.

„Við vorum að horfa á leikinn á leiðinni heim með öðru auganu og þessi úrslit komu okkur á óvart,“ segir Ásmundur og segist hafa séð ákveðna hluti sem íslenska liðið gæti nýtt sér.

„Við sjáum ákveðna veikleika í þeirra leik. Við förum á fund með njósnateyminu okkar í kvöld þar sem þeir fara yfir það hvernig þeir sjá þetta, stillum saman strengi og kynnum það fyrir leikmönnum á morgun. Síðan ákveðum við í hvaða átt við ætlum að fara gegn Ítalíu.“

Ásmundur var með kvennalandsliðinu á EM 2017 þar sem liðið fékk ekkert stig og virðir því stigið í gær.

„Það heldur okkur á lífi, og gerir það að verkum að þetta er í okkar höndum. Við getum farið inn í næsta leik, og ætlum okkur að gera það, að ná í þrjá punkta þar. Farandi inn í þann leik með það þannig að við þurfum bara að fókusera á okkar leik, fókusera á það sem við ætlum að gera og meðvitaðir hvað Ítalir geta gert og munu gera,“ segir Ásmundur og heldur áfram:

„Stigið er dýrmætt. Það er klárt mál,