Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, leikmaður kvennaliðs Vals í knattspyrnu, er barnshafandi og er hún þar af leiðandi ekki í leikmannahópi liðsins sem mætir HJK Helsinki í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Origo-vellinum í dag.

Helena Ólafsdóttir, dagskrágerðarkona hjá Stöð 2 sport, greindi frá þessu í lýsingu á leiknum.

Ásgerður Stefanía sem á fyrir dóttur með kærasta sínum, Almarri Ormarssyni, er annar leikmaður Valsliðsins sem gengur með barn.

Fanndís Friðriksdóttir, framherji Vals, á sömuleiðis von á von á barni með Eyjólfi Héðinssyni.