Ásgeir Ásgeirsson og Þorsteinn Gunnarsson voru kosnir inn ásamt Borghildi Sigurðardóttur og Magnúsi Gylfasyni i aðalstjórn KSÍ í dag.

Það var ljóst að það væru fjórar stöður lausar í aðalstjórn KSÍ enda kjörtímabil þeirra að ljúka en aðeins tveir sóttust eftir endurkjöri.

Guðrún Inga Sívertsen og Vignir Már Þormóðsson voru að hætta en Magnús Gylfason og Borghildur Sigurðardóttir sóttust eftir endurkjöri.

Alls bárust fimm framboð, ásamt Borghildi og Magnúsi buðu Davíð Rúnar Ólafsson, Ásgeir Ásgeirsson og Þorsteinn Gunnarsson sig fram.

Það kom í hlut Davíðs Rúnars að komast ekki í stjórn KSÍ.