Ásdís Hjálmsdóttir var valin frjálsíþróttakona ársins og Guðni Valur Guðnason hrepptið hnossið í karlaflokki þegar FRÍ deildi út verðlaunum fyrir árið 2020.

Á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands er greint frá þessu. Yfirleitt hefur verið haldin uppskeruhátíð í lok árs en vegna þjóðfélagsaðstæðna var það blásið af í ár.

Ásdís átti þrettánda lengsta kast heims í spjótkasti á þessu tímabili og kveður íþróttina eftir að hafa farið fyrir Íslands hönd á þrjá Ólympíuleika. Þá náði hún fínum árangri í kúluvarpi.

Guðni Valur var að glíma við meiðsli stóran hluta ársins og gat því lítið beitt sér að fullu en þegar hann komst af stað bætti hann Íslandsmetið í kringlukasti og átti fimmta lengsta kast heims á árinu.

Þá voru þau valin kastfólk ársins en kastfólkið Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir úr FH voru valin frjálsíþróttakraftur ársins sem er veitt þeim sem hafa skarað fram úr og verið áberandi í umræðunni um frjálsar á Íslandi.