Ásdís Hjálmsdóttir Annerud kastaði spjóti sínu 61.32 metra á æfingamóti sem fram fór í Luzern í Sviss fyrr í dag.

Ásdís greinir frá árangri sínum í færslu á facebook-síðu sinni en þar kveðst hún vera einkar sátt við það hversu stöðugri kastseríu hún náði að framkvæma.

Telur hún að þetta sé besta sería sín hvað varðar stöðugleika á ferli sínum. Þá segist hún finna merki þess að það sé stórt kast í vændum hjá henni.

Þessi öflugi spjótkastari mun taka þátt í móti í Gautaborg í Svíþjóð á miðvikudaginn og vonandi reynist hún sannspá á því móti.