Juventus hefur boðið 80 milljón evrur í miðjumanninn Arthur, og hefur Barcelona samþykkt kauptilboðið. Þessi 23 ára gamli miðjumaður hefur ekki átt fast sæti í liði Barcelona og af þeim sökum er spænska liðið reiðubúið að selja hann.

Brasilíski landsliðsmaðurinn hefur hins vegar sagt að hann vilji frekar freista þess að brjóta sér leið inn í byrjunarlið Barcelona en yfirgefa herbúðir liðsins.

Því er ekki víst að Arthur muni samþykkja kaup og kjör hjá ítölsku meisturunum en Maurizio Sarri, þjálfari Juventus, leggur mikla áherslu á að hann fá til Tórínó.

Barcelona fær Athletic Bilbao í heimsókn í spænsku efstu deildinni í kvöld en Katalóníumennirnir tróna á toppi deildarinnar en liðið hefur jafn mörg stig og á erkifjanda sinn, Real Madrid, sem er sæti neðar vegna lakari markatölu.